Rennsli starfar fyrst og fremst á sviði lagnaverkefna og veitir alla þjónustu á því sviði:

Nýlagnaverkefni, viðhaldsverkefni, grunnlagnir, tilboðsgerð, úttektir og endurbætur á lagnakerfum, eftirlit með eldvarnarkerfum, ráðgjöf um endurbætur og orkunotkun ásamt stillingu hitakerfa.

Við gerum þjónustusamninga af ýmsu tagi fyrir verktaka, húsfélög, fasteignafélög og einstaklinga til eftirlits og umönnunar lagnakerfa.

Fyrirtækið

Rennsli hefur unnið með mörgum af öflugustu fyrirtækjum landsins á sviði jarðvinnu, bygginga og mannvirkjagerðar ásamt fyrirtækjum á sviði endurbóta og viðhaldi eldri bygginga. Við höfum þjónustað einstaklinga, fasteignafélög, húsfélög, haft eftirlit með eldvarnakerfum og lagnakerfum svo eitthvað sé nefnt.

Rennsli er traust félag, fjárhagslega vel statt, er vel tækjum búið til allra lagnaverkefna og reynsla starfsmenna á því sviði mikil. Við höfum einnig samstarfsaðila í öðrum iðngreinum sem við leitum til ef verkefnin þarfnast þess. 

Sagan

Rennsli var stofnað árið 1991 af hjónunum Þorgeiri Kristóferssyni Pípulagningameistara og Ingu Pétursdóttur í kringum rekstur sem Þorgeir hafði þá stundað frá árinu 1984.

Image